pms: kvikmynd
föstudagur, 21. októberpulp fiction í leikstjórn quentin tarantino (1994)
um daginn, mér til mikillar furðu, þá áttaði ég mig á því að ég er ekki búinn að horfa á sjónvarp í meira en mánuð. til þess að bæta úr því hallæri, þá fór ég á bókasafnið hérna og tók mér pulp fiction á dvd. þar sem hæfileikar mínir liggja ekki í því að horfa á sjónvarpið, þá tók það mig nokkur kvöld að horfa á myndina, en að lokum þá tókst mér það. auðvitað. nú, pulp fiction er mynd sem ég hef alltaf álitið meistarastykki, þrátt fyrir það, að ég hafi bara séð hana einu sinni, og það fyrir réttum ellefu árum, þegar ég var ekki nema fjórtán ára. forsendur mínar fyrir slíkum dómi eru auðvitað afar hæpnar, þar sem ég sá myndina--eðlilega--með unglingsaugum, jafnvel barnsaugum (þó ég hafi auðvitað álitið mig mjög fullorðinn þá, jafnvel fullorðari en ég lít á mig í dag). en hvað um það, þegar ég sá tækifærið til þess að réttlæta óréttlætta skoðun mína, þá greip ég það náttúrulega.
en jæja, það er skemmst frá því að segja, ég hefði auðvitað getað eytt tveimur og hálfum klukkutíma ævi minnar betur, því myndin er einfaldlega enn sama meistaraverkið. ég er auðvitað vissari í minni sök um ágæti myndarinnar, en að öðru leiti hefur afar lítið breyst í heimi skoðanna minna. en jú, auðvitað, sé horft þannig á málið, þá voru þetta auðvitað mjög góðir tveir og hálfur klukkutímar, þar sem myndin var feikn góð skemmtun.
skoðanir:
segðu þína skoðun
til baka