mynd vikunnar, v

miðvikudagur, 19. október


þessi mynd sýnir glöggt byggingarstílinn hérna. í bakgrunni má sjá rústir st. andrews kastalans. ef þú gengur áfram þessa götu, í átt að kastalanum, og til vinstri þrjú-hundruð metra, þar er skólinn minn, og ef þú snýrð strax til hægri á horninu, og gengur fimmtíu metra, þar bý ég . . . bara svona ef svo vildi til, að þú myndir einhvern tímann standa á gatnamótum north street og castle street, og vilja komast til mín eða í heimspekideildina.

skoðanir:

21.10.05, Anonymous Anonymous sagði:

Sæll Andri minn :) Er búin að lesa allt hérna inni á síðunni þinni og vildi bara kvitta fyrir mig. Ljósmyndirnar þínar eru æðislegar og sérstaklega sú nýjasta. Frábært að það skuli fara svona vel um þig þarna! Allt gengur vel hjá okkur og Hekla stækkar og stækkar :) Pálmi útbjó heimasíðu handa henni á Barnalandi og ég sendi þér lykilorðið í tölvupósti til þess að þú komast inn á síðuna hennar að skoða. Kíktu endilega á hana við tækifæri. Að lokum, æsispennandi ástarsaga... Fjalli fór aftur til Stalheim nú í september á vit ástarinnar!!! :) :) :) Ég á eftir að vita hvort að hann notaði ofur pick up línuna sína sem ég sagði þér frá, allavega krækti hann í dömuna aftur og var þarna í tvær vikur. Seigur kallinn ;) Hafðu það alltaf gott Andri minn. Kveðja frá öllum í Dölum og Réttarholti á Djúpavogi.

 

segðu þína skoðun

til baka