pms: kvikmynd

föstudagur, 28. október

akira í leikstjórn katsuhiro otomo (1987)
akira, eftir katsuhiro otomo, er ein--jafnvel hin--mikilfenglegasta teiknimyndasaga sem nokkru sinni hefur verið skrifuð. sagan fyllir sex bindi, sem innihalda samtals um tvö þúsund blaðsíður. en auðvitað, eins og sumir rithöfundar vita ekk, þá er það ekki lengd hennar sem ljáir henni mikilfengleikann, heldur gæði hennar (nema hvað?). en nú, síðan var gerð teiknimynd . . . .

   teiknimyndin er rúmir tveir klukkutímar á lengd. að gera tvö þúsund blaðsíðna teiknimyndasögu skil á tveimur klukkutímum er auðvitað næstum ómögulegt. það kemur þess vegna manni ekki á óvart að sagan í teiknimyndinni er einfaldlega allt önnur saga en sagan í bókinni. jú jú, næstum allar helstu persónurnar eru enn til staðar, umhverfið og tíminn er enn sá sami, en að öðru leiti er lítið eftir óbreytt (og þá á ég ekki við að sagan sé ögn snyrt til, eins og á oft við um leikgerðir bóka, heldur er leikgerðin svo gott sem allt önnur saga). góðu heilli, þá er leikgerðin skrifuð og myndinni leikstýrt af katsuhiro otomo, sem skrifaði hina upphaflegu akira. myndin hefur þess vegna blæ keimlíkan upphaflegu sögunni. myndin er auðvitað ekki slæm, en segir samt sem áður lítið annað en hressilega stílfærðan úrdrátt þess sem upphaflega sagan sagði. synd.