pms: kvikmynd
sunnudagur, 6. nóvember¿qué he hecho yo para merecer esto!! í leikstjórn pedro almodóvar (1984)
bókasafnið í st. andrews er trúlega besta vídeóleiga í gervöllum heiminum. fyrir því eru tvær ástæður; önnur er frekar persónuleg, hin öllu almennari: í fyrsta lagi, og þetta er persónulega ástæðan, þá, þó myndsafnið sé ekki mjög stórt, eru eiginlega bara góðar myndir þarna. og í öðru lagi, og þetta er almenna ástæðan, þá kostar það ekki krónu (eða pund) að leigja sér mynd. (hananú, ég er augljóslega búinn að iðka heimspekina af aðeins of mikilli ástríðu síðustu daga, ég er farinn að færa rök fyrir ómerkilegustu hlutum.) en nú, þar sem ég er hræðilega lélegur í sjónvarpinu og oft uppteknari við aðra hluti, þá get ég ekki nýtt mér þessa gullnámu eins og ég gjarnan vildi. en engu að síður, þá er ég búinn að horfa á heila mynd á viku síðustu þrjár vikurnar . . . .
myndin sem ég valdi þessa vikuna var ¿qué he hecho yo para merecer esto!! eftir pedro almodóvar. nú pedro almodóvar er einn af mínum uppáhalds leikstjórum, og þess vegna var það auðvelt val fyrir mig þessa vikuna þegar ég sá þessa mynd í hillunni. ¿qué he hecho yo para merecer esto!! er nefnilega ein af myndum almodóvar sem ég hef aldrei séð, og þess vegna var það ekki alveg laust við alla spennu þegar ég horfði á hana. allavega, myndin var ofboðslega skemmtileg: eiginlega ekta almodóvar mynd, með öllu því öllu sem slíku fylgir.
skoðanir:
segðu þína skoðun
til baka