pms: kvikmynd

miðvikudagur, 16. nóvember

broken flowers í leikstjórn jim jarmusch (2005)
í st. andrews er eitt örlítið bíó (þ.e. hér er bara eitt bíó, og það er örlítið, en ekki eitt örlítið og einhver ögn stærri). öllu að jöfnu er aldrei neitt áhugavert í boði, og þess vegna hef ég ekki lagt það á mig að venja ferðir mínar þangað. í þessari viku varð þó þar breyting á, þar sem broken flowers var til sýningar.

   þar sem bæði jim jarmusch er einn af mínum eftirlætis leikstjórum og bill murray einn af mínum eftirlætis leikurum, þá var eftirvæntingin sem bærðist í brjósti mér ekki lítil. ólíkt eftirvæntingunni þá voru vonbrigði mín örsmá: broken flowers er trúlega ekki allra, en hún er klárlega mín.