pms: kvikmynd

þriðjudagur, 13. desember

constant gardener í leikstjórn fernando meirelles (2005)
um daginn fór ég aftur í bíó. einhverjum tókst að ljúga mig uppfullan með þeirri staðleysu að constant gardener geymdi bæði hrikalega flókna og heimspekilega sögu. það hljómaði ögn spennandi, þannig ég lét slag standa . . . en ég var gabbaður. það eina sem var flókið við þessa mynd er nafnið, og það er ekki sérlega flókið. og ef það var eitthvað sérlega heimspekilegt við þessa mynd þá fór það fram hjá mér. ég er hættur að taka mark á fólki.

en allavega myndin var samt alls ekki slæm. og eiginlega gott betur, hún var í öllu falli langt yfir meðallagi. og ef þú, lesandi góður, ert ljósmyndanörd eins og undirritaður, þá er myndatakn það allra besta við myndina. hún var eiginlega svo góð að allt annað féll í skuggann.