pms: tónlist

laugardagur, 17. desember

clap your hands say yeah með clap your hands say yeah (2005)
vúhú, hérna er á ferðinni hvorki meira né minna en möguleg plata ársins! ég veit ekki alveg hvernig er besta að lýsa þessu bandi, kannski sem velheppnaðri blöndu tom waits, david byrne og bowie, og joy division, en afurðin er í öllu falli hriklalega góð. til þess að setja þetta í betra samhengi við samtímann, þá minna þeir mig ögn á arcade fire, neutral milk hotel, yo la tengo og broken social scene. með þeim fyrirvara að enn er eitthvað af tónlist ársins sem ég hef ekki enn heyrt, þá staðhæfi ég hiklaust að hér sé athyglisverðasta plata ársins á ferðinni.

skoðanir:

18.12.05, Anonymous Anonymous sagði:

sammála... snilldarband þetta er!

 

segðu þína skoðun

til baka