enn einn gjöfull dagur a gresjunni
laugardagur, 7. janúartilvist mín hélt áfram að auglýsa mér úrkynjun sína í dag þegar ég fagnaði sigri mínum hrósandi á ritgerðinni sem ég hef verið að glíma við síðan ég kom hingað í fyrradag. í alræmdri brjartsýni minni hélt ég auðvitað einhvern tímann að ég gæti klárað þessa ritgerð á íslandi yfir jólin, en á undraverðan hátt hvarf allur tími minn í virðisaukasköpun, vini og fjölskyldu, þannig ég kom ekki stökum staf á blað allan tímann. hvað um það, án þess að missa svo mikið sem dropa af svefni og án þess að drekka mínútu meir af kaffi en góðu hófi gegnir, þá gekk þetta upp . . . og meira að segja degi á undan áætlun. blessunarlega get ég því snúið mér að öllu léttvægri málum í fyrramálið, nefnilega próflestri.
en aftur að ritgerðinni. fyrir þá sem ekki vissu, þá snertir þessi ritgerð við deilu sem crispin wright og john mcdowell hafa háð undanfarin tuttugu ár. deilan viðkemur túlkun á athugasemdum wittgensteins um merkingu, skilingi og reglufylgni, og þá einkum hvernig slíkt kemur heim og saman við hugmyndir hans um hlutverk og eðli heimspekinar, og þá sér í lagi þá hugmynd hans um að kenningarsmíð (í tilteknum skilningi) sé ekki möguleg í heimspeki (sem er kallað quietism upp á ensku). eftir þessa baráttu, þá er ég kominn niður á þá skoðun að heimspekingar missi hæfileikann til þess að skrifa þegar þeir komast á vissan aldur, alls óháð gæði heimspekinar sem þeir iðka. ólíkt rithöfundum, sem öðlast að jöfnu hæfileikann á miðjum aldri, þá virðast heimspekingar eins og mcdowell og wright, og ótal aðrir (t.d. dummet, davidson, quine, og auðvitað wittgenstein), ganga á ný í barndóm þegar að þessu kemur.
ég tel því ekki óskynsamlegt að draga þá ályktun að umsöðlun á vissum aldri yfir í skáldskap væri snjall leikur fyrir heimspekinga. ef ég skyldi því einhvern tímann komast á þennan aldur án þess að átta mig á því upp á eigin spýtur, þá bið ég þig, kæri lesandi, að minna mig á þessi orð.
skoðanir:
segðu þína skoðun
til baka