lomond hæðir
laugadagur, 18. febrúareins og áður hefur fram komið, þá lifa heimspekingar afar spennandi og jafnframt hættulegu lífi. til þess að gera ekki út af við okkur þá lögðumst við félagarnir, andreas, ralf og ég, í fjallgöngu í dag. við lögðum leið okkar á lomond hæðir, sem er ekkert nema hæðsta fjallið í sýslunni okkar, fife. lomond hæðir eru reyndar tvö fjöll, eystri og vestri lomond hæð, en við fórum létt með það.
hér að neðan smá sjá ralf og andreas virða fyrir sér útsýnið af vestri lomond hæð. þess er rétt að geta, eins og þónokkrir til þekkja, að þetta útsýni er með besta móti miðað við flestar aðrar fjallgöngur mínar hingað til.
skoðanir:
Já, mér finnst þetta bara yfirdrifið útsýni. Miklu meira en það sem venjulegt er ...
En hversu hátt er þetta fjall eiginlega?
segðu þína skoðun
til baka