lífið er of stutt fyrir kaldhæðni

þriðjudagur, 21. febrúar
þegar ég var í smábænum falkland á laugardaginn, þá lenti ég í þeim aðstæðum að komst ekki hjá því að hlera samræður af næsta borði. aðstæður af þessu tagi þekkja trúlega flestir, þetta er kannski til marks um dónaskap, en engu að síður eitthvað sem maður fær ekki á neinn hátt við ráðið. hvað um það, ég byrja söguna þar sem hún hefst:

   eins og dygga lesendur rekur kannski minni til þá fór ég í ferðalag um helgina. eins og áður hefur komið fram, þá ferðinni var heitið á lomond hæðir. smábærinn falkland, sem er einnig þekktur sem best varðveitta þorp skotlands, stendur einmitt við rætur þessara tignarlegu hæða, og var þess vegna sjálfsagður upphafs- og endastaður títtumtalaðrar fjallgöngu. falkland er hinn heimilislegasti bær, þar er sæt lítil kirkja, sæt lítið torg, og litlu töffarnir sem gáfu okkur fingurna á breskan máta voru líka bara sætir á sinn hátt.

   hvað um það, þegar við komum niður af fjallinu, þá settumst við inn á lítinn og notalegan veitingastað. um veitingastaðinn er svosem lítið nema gott að segja. á einu borði sátu fjórir arabarkarlar og á öðru sátu fjórar arabakonur, sem augljóslega voru hvert öðru vel kunnug. mér fannst það ögn skrítið að þau skildu ekki öll sitja saman, þar sem þau töluðu hvert við annað stöðugt, en hver er ég til þess að dæma siði annara. eflaust fannst þeim það ekki síður furðulegt að sjá þrjá unga stráka drulluga upp að hnjám sitja saman og tala um ófullkomnar skilgreiningar og samsemd milli mögulegra heima en ekki stelpur og fótbolta.

   á öðru borði sátu settleg hjón, á að giska, um sextugt, ásamt lítilli stelpu á fermingaraldri. ég veiti þessu fólki ekki framan af neina sérstaka athyggli, en allt í einu sagði konan við stelpuna: þú átt ekki að grínast, lífið er og stutt fyrir kaldhæðni. þessi staðhæfing--að lífið væri of stutt fyrir kaldhæni--sló bæði mig og andreas gjörsamlega út af laginu, þannig við misstum bæði andlitin og þráðinn.

   nú veit ég ekki í hvaða samhengi hún sagði þetta, þetta var eiginlega það eina af orðum hennar sem ég náði, en þessi orð settu að mér kuldahroll. mér fannst eðlilegast að spyrja konuna hvað hún ætti eiginlega við. auðvitað gerði ég það ekki, en kannski hefði ég betur gert það, því þessi orð eru búin að dvelja með mér síðan. þegar öllu er á botninn hvolft, þá er kaldhæðni mitt annað mál, það eru vart til þær samræður sem ég nota ekki einhvern vott af kaldhæni. ég gæti trúlega ekki talað við annað fólk yfirleitt ef ég myndi ekki bregða fyrir mig kaldhæni. og öllu mikilvægar, ég gæti varla skilið heim minn án þess að túlka hann endrum og eins á kaldhæðinn hátt--við gerum það jú öll. með öðrum orðum, kaldhæðni er óaðskiljanlegur þáttur í tilveru minni. og ef lífið er of stutt fyrir kaldhæðni, fyrir hvað er það þá eiginlega nógu langt?

   ég er ekki enn kominn niður á neina niðurstöðu; meira um þetta síðar.

skoðanir:

22.2.06, Blogger Unknown sagði:

Ég hef heyrt þetta máltæki áður og það var þá í sambandi við að óska engum ills í gríni. T.d. "Ætlarðu að klífa fjall ha? Passaðu þig að detta ekki hahahahaha!" og svo dettur gaurinn og drepst. Kaldhæðni örlagana :-) Alla vega þá hef ég heyrt þetta í þessari meiningu að ef maður er segir eitthvað um vini sína og hugsanlegan dauða þeirra svona í djóki þá er það eins og að storka örlögunum og það á maður víst ekki að gera.

 

segðu þína skoðun

til baka