snjór
föstudagur, 3. marsloksins! já, loksins! eftir sjö ára bið fæ ég loksins að sjá snjó. þar sem vorið var eiginlega komið--eða svo hélt ég allavega--var ég eiginlega búinn að gefa upp alla von um að sjá bæinn minn þakinn snjó. góðu heilli reyndist ég hafa rangt fyrir mér, því þegar ég sat og drakk morgunkaffið mitt og horfði á heiminn líða hjá, þá byrjaði fyrirvaralaust að kyngja niður snjó. það stóð reyndar ekki yfir lengi--nei, varla lengur en það tók mig að klára kaffið--en samt, þegar upp var staðið, þá var þorpið mitt orðið alhvít. oft áður hef ég furðað mig á fegurð þessa staðar, en aldrei áður hef ég séð hann eins fallegan og nú í morgun.
skoðanir:
segðu þína skoðun
til baka