kastalar, draugar, o.þ.h.

laugadagur, 18. mars
í dag brá ég fyrir mig betri fætinum og heimsótti kastala. glamis kastala til þess að vera nákvæmur. kastalaeigendurnir voru voðalega almennilegir og leyfðu mér að skoða salarkynnin hátt og lágt. glamis kastali er einkum fyrir tvennt þekkur: að hafa verið heimilli drottningarmóðurinnar og draugagang. það voru mér þónokkur vonbrigði að rekast á hvorugt (og reyndar, ef ég hefði rekist á hina fyrrnefndu, þá hefði ég trúlega rekist á hina síðarnefndu sömuleiðis, blessuð sé minning hennar). kastalinn var samt hrikalega viðkunnalegur, þannig að eiginlega hefði ég ekki haft neitt á móti því að búa þar um sinn.

   það rann upp fyrir mér að það eru alls engir kastalar á íslandi. ekki einu sinni neitt sem líkist kastala. sem er svolítið skrítið. það á sér kannski sínar skýringar að engir kastalar voru byggðir þar áður fyrr, en hvernig stendur á því að smekklausu nýríku íslendingarnir okkar hafa ekki látið verða að því? annað eins hefur nú gerst.

skoðanir:

19.3.06, Anonymous Anonymous sagði:

Heyrðu, ég veit um íslenskan kastala, sjáðu þetta

 

segðu þína skoðun

til baka