þegar í skotlandi, þá lætur maður eins og skoti

sunnudagur, 19. mars
um daginn fékk ég pöntun á mynd af mér á skoska vegu sem ætlunin var að nota í einhverjum spaugilegum tilgangi. þar sem ég er ekki aðeins athafnamaður heldur einnig háðfugl--ef svo liggur á mér--þá gat ég ekki sniðgengið þessa ósk. mér til fulltingins fékk ég snjalla meik-up-listakonu og búninga-expert, en sjálfur sá ég um fyrirsetu og myndvinnslu. mér skilst að afurðin hafi vakið talsverða lukku, og þess vegna hef ég ákveðið að deila henni með þér, kæri lesandi.


jíha, skotland að eilífu . . . eða eitthvað svoleiðis.

skoðanir:

21.3.06, Blogger Unknown sagði:

RRRRRROOOOOOFFFFFFFLLLLLLLLLLL Þetta er snilld. Er þetta búningurinn sem þú ætlaðir að gefa mér í jóla- og afmælisgjöf?

 
21.3.06, Blogger Unknown sagði:

Æ já datt eitt í hug um daginn. Er það ekki það besta sem hent getur heimspeking að eignast börn? Ég hef sjaldan átt jafnmikið af heimspekilegum samræðum um lífið og tilveruna og eftir að dóttir mín fór að spyrja mig út í slíka hluti. :-)

 
22.3.06, Anonymous Anonymous sagði:

sé þig í anda ganga um stræti st.andrews og öskra they can take our lives, but they can't take our freedome... hey það væri gott sprell.. gerðuþað gerðuþað!

 
6.4.06, Blogger Unknown sagði:

Ok, I have no idea what's being said, but I don't care. This is hilarious! Can I get one in poster size?

 

segðu þína skoðun

til baka