clxxx

föstudagur, 30. desember
... og enn heldur óvætturinn gylfi áfram för sinni. hér má sjá hann á ferðalagi sínu um rústir st. andrews kastala. umræddur kastali var byggður seint á tólftu öld af roger nokkrum de beaumont. kastalinn var vel nýttur í tæp fimmhundruð ár en þótti síðan skyndilega ekki lengur mönnum sæmilegur í lok sautjándu aldar. um svipað leyti og hugleysingjar slitu búkinn frá höfði jóns biskups arasonar á íslandi átti sér stað sögufrægt umsátur við kastalann: kaþólskir sátu þar um fylgisveina og -meyjar lúthers í hálft annað ár og reyndu með ráðum og dáðum að ryðjast inn fyrir kastalaveggina til þess að koma–að þeir sjálfir töldu allavega–vitinu fyrir félaga sína sem þar hírðust.