mynd vikunnar, xxxi
fimmtudagur, 25. maífyrst tilkynningar: ég er búinn að setja talsvert af myndum á ljósmyndasíðuna mína. um ræðir átján myndir undir ecosse, sem er nokkurs konar samansafn ljósmynda frá skotlandi, og níu myndir undir hendingum, sem er tilviljunarkennt samansafn ljósmynda sem eru afurðir af engu síður tilviljunarkenndum skeiðum ævi minnar. njótið nú vel.
mynd vikunnar að þessu sinni er tekin á lomond hæðum. eins og stundum áður, þá læt ég lesendum eftir túlkanir.