lxxxvii

fimmtudagur, 31. október
hér með er hafið tímabil ljósmynda af ólíkum hliðum íslands. það er við hæfi að fyrsta myndin í þessari ættjarðarseríu skuli einmitt vera af þingvöllum. nánar tiltekið, þá er þessi mynd af öxará.

lxxxvi

fimmtudagur, 25. október
enn önnur mynd úr þokunni í st. andrews. og já, stundum er skyggnið ögn betra hérna.

lxxxv

þriðjudagur, 16. október
þessi mynd er frá fornri götu í litlu og vinalega þorpi á vesturströnd skotlands. gatan kallast skólastræti og þorpið heitir eftir einum lærisveina jesús. fyrir einhvern kann hvort um sig að hafa einhverja merkingu, en fyrir mér er þetta bara gatan þar sem skrifstofan mín leynist. nánar tiltekið: á bak við fyrstu hurðina til vinstri finnst ég stundum fyrir.

lxxxiv

laugardagur, 13. október
og einmitt þegar þið hélduð öll að ég hefði gleymt ykkur, þá læði ég inn einni mynd í vikulokin. þessi mynd er af bryggjunni minni í st. andrews. ég hef að vísu áður tekið myndir af þessari bryggju--til að mynda hér og hér--og fyrir slíka endurtekningu bið ég ykkur afsökunnar. mér til málsvarnar get ég aðeins imprað á því sem ég hef áður sagt: þetta er lítið þorp.

lxxxiii

miðvikudagur, 3. október
í hraða og firð nútímans þá vill það oft gleymast að við búum enn að miklu leyti í bændasamfélagum. stundum þarf maður jafnvel að finna sig úti á miðjum akri til þess að átta sig á þeirri staðreynd.