clxxvii

mánudagur, 28. nóvember
girðingar—og svosem veggir af sérhverju tagi—eru til margra hluta. það eitt, að halda einhverjum úti úti eða inni inni, er augljós kostur. en öllu djúpstæðari er samt eftirfarandi eiginleiki: við það eitt að reisa girðingu getur eitthvað sem áður var ekkert orðið úti eða inni eftir atvikum í einni andrá.



clxxvi

fimmtudagur, 24. nóvember
stundum nægir að koma hversdagslegum hlutum á óvenjulega staði til þess að gera þá framandi.*



*og svo eru líka sumir sem gera alla hluti og alla staði framandi ...

clxxv

mánudagur, 14. nóvember
spor í sandi eru ljóðrænn minnisvarði þess sem eitt sinn var; en jafnframt þörf áminning þess, hversu auðvelt það er, að vera vitur þegar allt er yfir staðið. það er ef til vill einmitt þess vegna að við íslendingar höfum löngum valið okkur öllu erfiðara markmið, nefnilega það, að vera vitlausir eftir á ...

clxxiv

sunnudagur, 6. nóvember
sandkastalar hafa löngum þótt fyrirtaks myndlíking illa ígrundaðra athafna og afurða þeirra. ef til vill er samt stundum rétt að nema staðar, meta þá í sínu rétta ljósi og njóta þeirra í þau örfáu andartök er þeir standa.

clxxiii

þriðjudagur, 1. nóvember

eftir ansi langt hlé, þá finnst tími til kominn að snúa aftur. að vísu er víking mínum fyrir löngu lokið en ég tek engu að síður enn myndir endrum og eins og stundum oftar en ekki. til þess að marka endurkomu mína ætla ég að útvarpa tveimur myndum af eyjum íslands. önnur úr flatey, þar sem í fjarska má sjá klofning, blindsker og stálfjall, hin frá reykjaströnd undan tindastól, þaðan sem sjá má drangey.