miðvikudagur, 21. nóvemberog ótrauð höldum við leið okkar áfram. að þessu sinni nemum við staðar við svokallað jökulsárlón. sagan segir að aðeins tíundi hluti marandi ísjaka standi upp úr kafi. ef satt, þá er æði langt niður á botn jökulsárlóns. heillandi nokk, leitt að þetta aðeins lífseig mýta og vésögn.
lxxxix
miðvikudagur, 14. nóvemberáfram höldum við ferð okkar um ísland. að þessu sinni er áfangastaður okkar við viðkunnalegan lítinn foss nokkurn að skógum undir eyjafjöllum. (engin verðlaun eru í boði fyrir hvern þann eða þá sem nefnt getur fossinn.)
lxxxviii
fimmtudagur, 8. nóvemberáfram held ég ótrauður með ættjarðaróð minn: myndin að þessu sinni er tekin í reynisfjöru í átt að dyrhólaey.