miðvikudagur, 25. júníhér er enn frekari stuðningur staðhæfingar minnar að fiskar finnist í sjónum umhverfis ástralíu. að vísu er þetta ekki afgerandi sönnun, því vel má ímynda sér stangveiðimenn án fiska. aftur á móti, ef við gerum ráð fyrir að ástralir séu ekki alvitlausir, þá megum við leiða líkur að því að þeir fiski ekki til einskins. já, gott fólk, svona gerir heimspekin mann rökglöggan: áralöng rifrildi um eitthvað sem engan skiptir minnsta máli hefur svo sannarlega sína fylgifiska: við höfum upp úr þessu öllu saman örfáa hagnýta hæfileika ...
cxiii
laugardagur, 21 júníenn erum við stödd í ástralíu. að þessu sinni er það strandþorpið lorne. hérna er það mögulega ekki í þeirri birtu sem það vill helst kannast við sig en svona er það víst bara: ef maður er þorp, þá er erfitt að fela sig fyrir ágengum ljósmyndurum ...
cxii
fimmtudagur, 12. júníþvert á skjön við allar mínar væntingar, þá finnst víst fiskur í sjónum við ástralíu. já, ég hef séð þá með eigin augum.
cxi
fimmtudagur, 5. júníþar sem ég hef staðið mig illa í útsendingu mínum síðustu tvær vikurnar, þá er bara sjálfsagt að ég fái að lauma annari mynd þessa vikuna. og ef ekki, þá má einnig benda á það að „ég á'etta, ég má'etta“ eins og sagt er.
sjálfsagt eður ei, þessi mynd er einnig frá ástralíu.
cx
þriðjudagur, 3. júníjá, ég veit, ég hef ekki staðið mig. ef það er einhver afsökun, þá er ég búinn að vera á ferðinni og síðan afar upptekinn frá því ég kom aftur til skotlands fyrir rúmri viku.
en hvað um það, nóg um blaður í bili, myndir ... þessi kom með mér alla leið frá ástralíu.