cxxix

mánudagur, 26. janúar
ekki aðeins er ég ósvífinn og óforskammaður, ég er einnig þrautseigur og afar forhertur í ósiðum mínum. með öðrum orðum, önnur mynd frá íslandi ...



og til þess eins að rugla ögn rímið, þá er fjallið ekki fjall, himininn ekki himinn, og skýin ekki ský. svona horfir heimurinn víst stundum undarlega við okkur.

cxxviii

fimmtudagur, 22. janúar
og rétt sísvona, þá er ég aftur á ný kominn til skotlands. mynd vikunnar, aftur á móti, er alls ekki frá skotlandi. nei, síður en svo, þessi mynd kemur--ekki ólíkt mér--alla leið frá íslandi. svona er ég víst óforskammaður og almennt ósvífinn ...