cli

sunnudagur, 31.maí
þessi litla mynd er einnig frá new york. en þar eru húsin sum svo há að þau kljúfa skýin ef svo viðrar. einmitt þess vegna eru þau kölluð skýjakljúfar.

cl

sunnudagur, 24, maí
mynd vikunnar er frá columbia háskóla í new york. það er hin svokallaða alma mater sem sýnir okkur lítið þekktan baksvip sinn á þessari mynd.

cxlix

sunnudagur, 17. maí
þessi litla mynd kemur alla leið frá miðgarði manhattan.

cxlviii

þriðjudagur, 12. maí
jæja, þá er loksins komið að því: ég er búinn að framkalla og byrjaður að skanna. fyrsta myndin úr þessari seríu er frá alla leið frá new york.

cxlvii

fimmtudagur, 7. maí
mynd vikunnar er önnur mynd úr náttúru íslands. þessi mynd er tekin í íshelli nærri hrafntinnuskeri. það er rétt að taka það fram að ég hef ekkert átt við þessa mynd: stundum er náttúran bara svona ónáttúruleg.

cxlvi

laugardagur, 2. maí
þessi mynd tók ég einhverju sinni við rætur háskerðings. háskerðingur lætur ekki mikið yfir sér en af toppi hans má engu að síður sjá fleirri jökla en af nokkru öðru fjalli á íslandi.