mynd vikunnar, liv

fimmtudagur, 7. desember
það má vera haust, en enn eru plönturnar hérna í fullum blóma . . .(þetta er ein þeirra mynda sem láta lit við það eitt að fara í gegnum blogger-inn. ég mæli með því að skoða myndina í fullri stærð til þess að sjá hana eins og hún kom mér fyrir sjónir.)

og já, þetta er víst síðasta færslan að sinni, ég held til íslands í næstu viku. ég bið ykkur vel að þrífast að sinni. ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsæld á komandi tímum. takk (fyrir allt).

örvæntið ekki, ég hef útsendingar á ný á nýju ári.

mynd vikunnar, liii

föstudagur, 1. desember
ég veit ekki hvort þetta sé einhver raunveruleiki, en þetta er hafið mitt. (kannski hafið innra með mér.)