xciv

föstudagur, 25. janúar
hananú. þá er ég víst kominn til skotlands enn á ný. nú vill samt þannig til að ég stoppa aðeins stutt við að þessu sinni. einmitt, ekki nema í tvær vikur. að því tilefni er ég að hugsa um að hafa næstu (tvær) myndir frá þessu umrædda skotlandi. mynd vikunnar er einmitt af einkar viðkunnalegum verkamannabústað á vesturströnd skotlands.eftir rúma viku held ég svo áfram leið minni til ástralíu. ég mun að sjálfsögðu reyna að halda útsendingum mínum áfram þaðan. þar til næst, þá bið ég ykkur annars vel að vera.