fimmtudagur, 29. júniþessi mynd er frá dyflinni, írlandi.
(allir eru þeir eins, en samt örlítið frábrugðnir hver öðrum.)
mynd vikunnar, xxxv
þriðjudagur, 20. júnífjara um lágnætti.
mynd vikunnar, xxxiv (i/ii og ii/ii)
fimmtudagur, 15. júnínóg komið af
cross process í bili. myndir vikunnar eru tvær núna. sú fyrri er tilbrigði við sjálfsmynd.
sú seinni er úr fjörunni í litla þorpinu mínu.
njótið vel.
mynd vikunnar, xxxiii
þriðjudagur, 6. júníþegar ég skrifa þetta, þá átta ég mig á því að í dag er 6.6.'6, hvað ætli öllum heimsins rugludöllum finnist um það? hvað um það, ég held ótrauður áfram að taka myndir. þessi mynd er af hume og er enn eitt innleg mitt í
cross-processing seríuana.
(hume var víst ofboðslega viðkunnalegur gaur, ég veit ekki af hverju hann er svona óskemmilegur í framan hérna. né hvorki af hverju hann er klæddur í tóga, fólk gekk ekki um í tóga á átjándu öld.)
mynd vikunnar, xxxii (ii/ii)
föstudagur, 2. júníhér höfum við semsagt tærnar á hume.
(og já, þetta er önnur tilraun með
cross-processing)
mynd vikunnar, xxxii (i/ii)
fimmtudagur, 1. júníþessi mynd er af svokallaðri hálandakú (sem skotarnir kalla
highland koo). þetta dýr--ef vel er leitað--má víst finna hérna í skotlandi.
fyrir áhugasama: lititnir í þessari mynd eru afurð þartilgerðar
cross-processing, þar sem c41 filma (litfilma) er framkölluð sem e6 filma (slides-filma) eða e6 filma framkölluð sem c41 filma (fyrir þá sem ekki til þekkja, þá eru þetta tvær afar ólíkar tegundir framköllunar). þessi mynd er dæmi um c41 framkallaða sem e6. ég vona að þið njótið vel, því það mun trúlega sjást ögn meira af þessu tagi komandi vikur.