mynd vikunnar, xl (i/ii og ii/ii)

miðvikudagur, 26. júlí
hananú, ég hef ekki getað set myndir á netið í þónukkurn tíma. í hvert skipti sem ég hef gert atlögu þá hefur blogger-inn alltaf þverneitað mér. helvískur. en hvað um það, svo virðist það vera sem mér hafi tekist þetta að þessu sinni . . . njótið.

fyrri myndin er af litla þorpinu mínu í þoku.


seinni myndin er af kastalarústunum mínum (enn einu sinni) í birtu sem ég hef ekki oft séð þær.

mynd vikunnar, xxxix

miðvikudagur, 19. júlí
þorpið mitt enn einu sinni. að þessu sinni úr fjarlægð, í rökkri.

mynd vikunnar, xxxviii (ii/ii)

miðvikudagur, 12. júlí
þessi mynd er einnig frá vesturströnd skotlands. já, einnig nærri bellantrae.


ég held að þetta sé eyja í fjarska. skýtinn hlutur í öllu falli.

mynd vikunnar, xxxviii (i/ii)

sunnudagur, 9. júli
'á, nú er nóg komið af túristamyndum. þessi mynd er frá vesturströnd skotlands, nærri þorpinu bellantrae.

mynd vikunnar, xxxvii (iv/iv)

laugardagur, 8. júlí
er þetta fjórða mynd vikunnar? fáheyrt. jafnvel fráleitt. hvað um það, enn önnur túristamynd frá írlandi (afsakið). þessi er frá dyflinni.


(ég held þetta sé orðið ágætt þessa vikuna.)

mynd vikunnar, xxxvii (iii/iv)

föstudagur, 7. júlí
enn önnur túristamynd frá írlandi. þessi mynd er tekin í smábænum cashel í tipperary.


guð blessi írland.

mynd vikunnar, xxxvii (ii/iv)

miðvikudagur, 5. júlí
önnur mynd frá írlandi.

mynd vikunnar, xxxvii (i/iv)

sunnudagur, 2. júlí
ný vika, ný mynd. þessi mynd er tekin einhvers staðar á milli crail og anstruther (sem eru smáþorp við vesturströnd skotlands).


þær leynast víðar en á íslandi, bergmyndirnar.

mynd vikunnar, xxxvi (ii/ii)

laugardagur, 1. júlí
enn ein mynd af st. andrews kastala. ég afsaka ófrumleikann í efnisvali, en þetta er örlítið þorp, þið skiljið, hér er ekki endalaust myndefni.