mynd vikunnar, xxviii

sunnudagur, 30. apríl
jæ'a, ný vika, ný mynd. mynd vikunnar er að öllum líkundum frá þorpinu mínu.


og nei, myndin er ekki skökk! sjáið bara sjóndeildarhringinn . . . .

mynd vikunnar, xxvii

fimmtudagur, 27. apríl
a'ha! ég er viss um að þið hafið haldið að ég hafi gleymt ykkur. en nei, auðvitað ekki. hvað um það, þessi mynd--eins og sumar aðrar--er frá þorpinu mínu, st. andrews.

mynd vikunnar, xxvi

mánudagur, 17. apríl
þessi mynd er komin alla leið frá svíþjóð. já, ímyndið ykkur bara.


það er rétt að taka fram--bara til þess að fyrirbyggja misskilning--að litirnir er ekki svona ómettaðir í alvöruni í svíþjóð. þetta er bara gert til þess að vekja tilfinningar eða eitthvað.

mynd vikunnar, xxv

sunnudagur, 9. apríl
æi gott fólk, vitið'i, ég er eiginlega alveg búinn að fá leið á svona bloggi. örvæntið samt ekki, því ég alls ekki búinn að fá leið á því að taka myndir. þess vegna er ég að hugsa um örlitla stefnubreytingu hérna: fleirri myndir og minna blaður.


þessi mynd er tekin á stað sem heitir cow hole (ég fíflast ekki) sem er við suðurströnd forth of tay.

mynd vikunnar, xxiv

miðvikudagur, 5. apríl
þessi mynd er frá stirling kastala síðan í desember. fyrir áhugasama um sögu skota, þá voru heimkynni skosks kóngafólks í stirling áður en bretarnir tóku völdin í sínar hendur--eða eins og skotarnir segja iðulega: before we were colonised by wankers.

hæ í bili

mánudagur, 3. apríl
jæja, þá er ég sko kominn aftur. reyndar fyrir nokkrum dögum, en ég hef ekki lent í því að skrifa hérna fyrr en núna (svona eru þessir hlutir bara). þegar ég kom aftur á föstudaginn þá var sko komið vor í heimsveldinu. jei! það er skemmtilegt hvað svona hlutir geta gerst hratt. en hvað um það, vorið hérna er alls ekki svo ósvipað íslenska vorinu: það er eins og allt lifni við. og, leyfi ég mér að bæta við, litla þorpið mitt er óvenju heillandi í þessum ham.

   einhvers konar ferðasaga: já, svíþjóð er sniðugur staður. og svíar eru gott fólk. og það er ekki aðeins hasselblad, fjallraven og volvo sem fær mig til þess að segja svo. tungumálið þeirra er líka ofboðslega viðkunnalegt; í öllu falli átti ég afar auðvelt með að skilja þetta fólk, og ef ég brá fyrir mig dönsku-norskunni minni með sænsku hljómfalli, þá skildu þau mig bærilega líka.