lxxxii

þriðjudagur, 25. september
svona horfa hlutirnir við í heimsborginni st. andrews.

lxxxi

þriðjudagur, 18. september
í goðafræði okkar segir af því þegar óðinn, vili og vé borssynir fundu tvö tré í fjöru. talsvert hefur þessum bræðrum til trjánna koma, því óðinn gaf þeim önd og líf, vili vit og hræring og vé ásjónu, mál, heyrn og sjón. tréin nefdu þeir emblu og ask og af þessum kvistum ólst allt mannkyn. afganginn vita víst allir.

á göngu minni fann ég einnig tré í fjöru. augljóslega ekki einn ása, gat ég hvorki gefið önd, líf, vit, hræring, ásjónu, mál, heyrn né sjón. þess í stað gerði ég það litla sem ég gat: ég tók mynd.

lxxx

miðvikudagur, 12. september
í st. andrews er löng og falleg strönd. á þessari tilteknu strönd, sem þeir kalla vestursanda, leggur fólk það í vana sinn, meðal annars, að ganga.

en illu heilli, þá hefur fólkið hérna, eins og víðar, enn ekki lagt það í vana sinn að líta endum og eins upp í loftið til þess eins að virða fyrir sér fegurð himinsins.

lxxix

fimmtudagur, 6. september
þá er kominn september. ég veit ekki hvort einhverjum þyki eitthvað sérstaklega um slíkt, en fyrir mér, kjánapriki sem alltaf afar hlýtt til haustsins, er það í öllu falli alltaf mikið gleðiefni. við alla sem eru mér sammála, þá hef ég aðeins þetta að segja: til hamingju. við alla aðra: það kemur sumar eftir þetta.

hvað um það, nóg um árstíðir. fyrsta mynd haustisns er frá st. andrews. ögn nánar tiltekið, myndin er af enn einum þakkanti í þeirri birtu sem gerir hann virðulegastan.