cii

laugardagur, 29. mars
og rétt sísvona, þá er ég aftur kominn úr nokkra daga ferðalagi um canberra, kiama og sidney.

mynd vikunnar er samt sem áður aðeins frá melbourne. það vill nefnilega þannig til að endrum og eins og oftar en ekki, þá heyri ég raddir sem tjá óánægju vegna manneklu mynda minna. þrátt fyrir að ég sé óforskammaður og forhertur með endemum, þá er ég samt alltaf allur af góðum vilja gerður. þess vegna, gott fólk, leyfið mér að kynna: fólkið í melbourne ...

ci

fimmtudagur, 20. mars
ci er 101. ekki nóg með það, 101 er einmitt besta póstnúmer sem ég hef nokkurn tímann átt mér í samastað. mynd vikunnar er hins vegar úr póstnúmeri 3000. já, ímyndið ykkur bara ...

c

laugardagur, 15. mars
'amm, c. það er einmitt rómverska talan fyrir eitt hundrað. já, 100. hundraðasta vika myndar vikunnar. já, það eru hundrað vikur fjarri föðurlandinu og móðurmálinu. hundrað vikur fjarri vinum og vandamönnum. það er langur tími fyrir lítinn mann.

en þessum víking er hvergi nærri lokið. enn er nóg eftir af útþrá í mér. já, kæru lesendur, ævintýri mín eru rétt aðeins að hefjast ...

hundraðasta mynd vikunnar er frá melbourne. kannski útskýrir þessi mynd sig sjálf og kannski gerir hún það ekki. í öllu falli, þá ætla ég ekki að gera það.

segið mér ...

miðvikudagur, 12. mars
á eftir (sumu) fólki, þá þykir mér um fátt jafnvænt og íslensk mál. já, jafnvel þó ég sé illtalandi og nánast með öllu óskrifandi á þessu fallega máli, þá þykir mér samt sem áður ofboðslega vænt um það.

sem slíkur unnandi þessa máls, þá hef ég ögn gaman af hverskyns þrálátum málfarsvillum. lengi vel hafa beygingarvillurnar „góðan daginn“ og „ég vill“ verið í sérlegu uppáhaldi hjá mér. það var síðan um daginn, þegar ég las enn einu sinni einn dýrmætasta arf okkar, að ég rak augun í svolítið sem fékk mig til þess að staldra við og hugsa. þannig vill til að á fyrstu síðu forns handrits, sem ber skráningarheitið „de la gardie nr. 11, 4°“, stendur skrifað:
bók þessi heitir edda. hana hefir saman setta snorri sturlusonur eftir þeim hætti sem hér er skipað.
eins og nánast sérhver íslendingur veit, þá hefur nafnorðið „sonur“ eftirfarandi beygingarmyndir í eintölu án greinis: sonur (nf.), son (þf.), syni (þgf.) og sonar (ef.). samt sem áður, þá eru kenninöfn sem frumlög í íslensku iðulega beygð í þágufalli þegar þau ættu, setningarfræðilega allavega, að standa í nefnifalli. þegar „sonur“ er frumlag setninga, þá segjum við til að mynda „sonur segir ...“ en ekki „son segir ...“. engu að síður, þá segum við „hjálmarsson segir ...“ en ekki „hjálmarssonur segir ...“. (takið samt eftir að bæði fleirtölumyndin „synir“ og „dóttir“ og „dætur“ eru rétt beygðar í daglegu máli.)

því spyr ég, hverju veldur? er þetta aðeins enn önnur beygingarvilla? ef svo, þá sennilega sú algengasta þeirra allra? er þetta eitthvað sem við höfum tekist að klúðra niður síðan snorri sturlusonur var á meðal okkar? tja, segið mér. nema einhver geti gefið mér svar við þessu, þá neyðist ég til þess að draga þá ályktun að um rangt mál ræði. einmitt, gott fólk, leyfið mér að kynna mig, ég heiti guðmundur andri hjálmarssonur.

xcix

laugardagur, 8. mars
ástralía er feikn gróðursæll reitur. það tengist eflaust öðru fyrirbæri, ástralía er einkar veðursæl. það er því aðeins viðeigandi að mynd vikunnar skuli einmitt vera af innfæddri plöntu. gott fólk, leyfið mér að kynna, ástralskt tré.


tja, eða í öllu falli hluta þess ...