mynd vikunnar, xlviii (ii/ii)

föstudagur, 27. október
hvers vegna ekki að hafa þær tvær þessa vikuna? mér kom engin ástæða í hug, þess vegna er hérna önnur. þessi mynd er tekin í kirkjugarðinum í st. andrews í ljósaskiptunum. og já, myrkfælinn skráksi átti ögn erfitt með sig á meðan þessu stóð.

mynd vikunnar, xlviii (i/ii)

fimmtudagur, 26. október
þessi mynd er af edinborg í kvöldsólinni--sem er auðvitað nokkurn veginn sama sólin og morgun-, miðdags-, og jafnvel miðnætursólin.

mynd vikunnar, xlvii

miðvikudagur, 18. október
góðan dag, gott fólk. að svo miklu leyti sem myndir geta slíkt yfirleitt, þá talar mynd þessarar viku fyrir sig sjálf. takk.

tilkynningar af einu eða öðru tagi

föstudagur, 13. október
það er mér óneitanlega heiður að tilkynna að ég hef flutt nokkrar myndir yfir á myndasíðuna mína (þetta er hlekkur, smellið bara). að vísu skal það viðurkennast að þetta eru allt myndir sem ég hef áður birt hérna, en engu að síður, þær sóma sér bara betur svona.

þetta var allt og sumt sem ég hafði að segja. takk.

mynd vikunnar, xlvi

miðvikudagur, 11. október
aðeins meira af því sama . . . .

mynd vikunnar, xlv

laugardagur, 7. október
þessi mynd er frá höfninni í þorpinu crail.