miðvikudagur, 18. janúarog þá er komið að því aftur, á eftir legg ég af stað heim á leið. með örlitlum viðkomum hér og þar, þá verð ég kominn aftur til íslands á morgun. undirritaður kveður því að sinni, en mun að sjálfsögðu halda áfram frásögnum sínum héðan í febrúar.
því bið ég þig, kæri lesandi, vel að lifa.
þinn elskulegur,
andri kur.
mynd vikunnar, xvi
þriðjudagur, 17. janúarí tilefni þess að prófin eru búin fór undirritaður út í dag, meðal annars að taka sér ljósmyndir; hér er sú fyrsta:
þetta er firth of forth (ímyndaðu þér þetta með skoskum hreim). þetta er ein af þessum myndum sem fara hræðilega illa í gegnum blogger-inn, ég lofa að setja eitthvað af þessu á ljósmyndasíðuna mína við tækifæri . . . .
pms: kvikmynd
mánudagur, 16. janúar8 1/2 í leikstjórn federico fellini (1963)
það kann kannski að hljóma eins og ég hafi mjög takmarkaðan smekk á kvikmyndun, því sérhver kvikmynd sem ég haft fyrir að skrifa um hérna virðist vera alveg einstök. það er kannski engu öðru líkara en mér líki bara við allt sem á vegi mínum verður. það má vera, ekki ætla ég að þræta fyrir það, en engu að síður tel ég ástæðuna vera þá að ég er mjög vandlátur á tíma minn og horfi þess vegna ekki á myndir sem mér gæti mislíkað nema afar sjaldan. allavega, hérna byrja ég því á ný . . . .
8 1/2 er einstök kvikmynd. ólík öllu öðru sem ég hef nokkru sinni séð. á sinn hátt er þessi mynd einfaldlega frábær, og ég hef ekkert meir um það að segja.
mynd vikunnar, xv
laugadagur, 14. janúarhananú, í öllum hamagangnum var ég næstum búinn að gleyma mynd vikunar. ég hef ekki gefið mér neinn tíma til þess að taka myndir þessa vikuna, enda önnum kafinn við próflestur eins og sagt er. en örvætið ekki, ég á nokkrar í sarpnum (nokkrar er enn ein bresk undiryrðing, þau læra það hérna sem fyrir þeim er haft). þessi er hluti af bláu seríunni sem ég vann í haust:
dagurinn þegar tónlistin öðlaðist nýja merkingu
miðvikudagur, 11. janúarþað kann eflaust að hljóma eins og ég sé einn af fólkinu hjá sirrý þegar ég segi að eitthvað hafi öðlast nýja merkingu--en svo verður það víst bara að vera. í dag eignaðist ég ný heddfón, sem er svosem ekki í frásögur færandi nema fyrir það eitt að tónlistin hljómar ekki lengur eins. ég hef alltaf verið vandlátur hrokagikkur þegar að heddfónun kemur (og kannski ýmsu öðru), en þegar þau síðustu fóru að láta á sjá þá nýtti ég mér auðvitað til hins ítrasta að búa í bakgarðinum á ebay.co.uk.
í allan dag hef ég heyrt hljóð sem ég hef aldrei áður heyrt í tónlist sem ég hef samt heyrt ótal sinnum. til að mynda, á meðan ég er að skrifa þessi orð er ég að hlusta á plötuna yesterday was dramatic, today is ok eftir múm, og ég er að heyra hana eins og aldrei fyrr. áður óheyranleg bakgrunnshljóð og jafnvel heilu hljóðfærin eru að skjóta upp kollinum í allri uppáhalds tónlistinni minni. ég sé fyrir mér að fram á vor verði ég að hlusta aftur á alla tónlistina mína til þess að uppgötva allt það sem ég virðist hafa farið á mis við. og--leyfi ég mér að bæta við--það eru spennandi tímar framundan.
en þar sem eru skammrif, þar eru alltaf einhverjir bögglar. þegar maður er staddur í miðjum próflestri, þá er nokkuð eins og að enduruppgvöta tónlistina hættulegur leikur, því næst væri manni skapi að loka augunum og hlusta. en það má bíða í nokkra daga. og til þess að enda þetta í sama tón og ég byrjaði þetta: þetta er búið að vera einstök upplifun.
enn einn gjöfull dagur a gresjunni
laugardagur, 7. janúartilvist mín hélt áfram að auglýsa mér úrkynjun sína í dag þegar ég fagnaði sigri mínum hrósandi á ritgerðinni sem ég hef verið að glíma við síðan ég kom hingað í fyrradag. í alræmdri brjartsýni minni hélt ég auðvitað einhvern tímann að ég gæti klárað þessa ritgerð á íslandi yfir jólin, en á undraverðan hátt hvarf allur tími minn í virðisaukasköpun, vini og fjölskyldu, þannig ég kom ekki stökum staf á blað allan tímann. hvað um það, án þess að missa svo mikið sem dropa af svefni og án þess að drekka mínútu meir af kaffi en góðu hófi gegnir, þá gekk þetta upp . . . og meira að segja degi á undan áætlun. blessunarlega get ég því snúið mér að öllu léttvægri málum í fyrramálið, nefnilega próflestri.
en aftur að ritgerðinni. fyrir þá sem ekki vissu, þá snertir þessi ritgerð við deilu sem crispin wright og john mcdowell hafa háð undanfarin tuttugu ár. deilan viðkemur túlkun á athugasemdum wittgensteins um merkingu, skilingi og reglufylgni, og þá einkum hvernig slíkt kemur heim og saman við hugmyndir hans um hlutverk og eðli heimspekinar, og þá sér í lagi þá hugmynd hans um að kenningarsmíð (í tilteknum skilningi) sé ekki möguleg í heimspeki (sem er kallað
quietism upp á ensku). eftir þessa baráttu, þá er ég kominn niður á þá skoðun að heimspekingar missi hæfileikann til þess að skrifa þegar þeir komast á vissan aldur, alls óháð gæði heimspekinar sem þeir iðka. ólíkt rithöfundum, sem öðlast að jöfnu hæfileikann á miðjum aldri, þá virðast heimspekingar eins og mcdowell og wright, og ótal aðrir (t.d. dummet, davidson, quine, og auðvitað wittgenstein), ganga á ný í barndóm þegar að þessu kemur.
ég tel því ekki óskynsamlegt að draga þá ályktun að umsöðlun á vissum aldri yfir í skáldskap væri snjall leikur fyrir heimspekinga. ef ég skyldi því einhvern tímann komast á þennan aldur án þess að átta mig á því upp á eigin spýtur, þá bið ég þig, kæri lesandi, að minna mig á þessi orð.
á leiðinni að heiman heim
föstudagur, 6. janúarjæja, þá er ég kominn í mitt litla horn heimsins á ný. það var ögn skrítið að koma hingað í gær, því af einhverjum ástæðum fannst mér engu líkara en ég væri að koma heim. af þeirri ástæðu var ég á leiðinni að heiman heim, sem augljóslega virðist þversagnakennt ástand, ögn eins og ljóð sem lifna og deyja í senn, eins og segir í kvæðinu til eru fræ. en eins og glöggir lesendur átta sig á, þá er slík þversögn aðeins á yfirborðinu (ég veit samt ekki hvað verður samt um það sem lifnar og deyr í senn).
hvað um það, ég er semsagt kominn heim á ný og byrjaður að vinna af fullum þunga. lífið er því ögn óraunverulegt (jafnvel súrrealískt), því þessa dagana er mælikvarði þeirra fjöldi orða (rétt, fjörið er án sleitu hérna). til að mynda er góður dagur á milli eitt þúsund og fimmtán hundruð orða. nú kann einhver að hugsa, fimmtán hundruð orð? það er ekki neitt, ég gæti skrifað fimmtán hundruð orð á klukkutíma. við því hef ég aðeins eitt að segja: ég líka. en það, að skrifa heimspeki, er eins og þeir sem til þess þekkja vita harla ólíkt innantómum stafsetningaæfingum (nema ef um meginlandsheimspeki ræðir, þá er það eflaust svipað). fyrir þá sem til þess þekkja að mæla afköst sín í erindum eða forritslínum, þá er heimspeki ekki svo margt ósvipuð: í þessum tilfellum skiptir það öllu máli hvað þessar línur innihalda en minna hver fjöldi þeirra er; og öllu mikilvægar, þá er það, það hvernig þessar línur virka saman, sem gæfumuninn gerir.