heimkoma, gleðileg jól, o.þ.h.

þriðjudagur, 20 desember

hananú kæru lesendur, þá er loksins komið að því, í dag kem ég heim. ég er þess vegna hættur þessari blogg-vitleysu í bili . . . eða þangað til ég kem hingað aftur. takk fyrir lesturinn hingað til. þar til þá.

gleðileg jól og farsælt komandi ár!

ykkar einlægur,
andri kur.

pms: kvikmynd

mánudagur, 19. desember

eternal sunshine of the spotless mind í leikstjórn m. gondry (2004)
þetta er ein af fáum myndum sem ég hef það í mér að horfa á aftur og aftur (a.m.k. í seinni tíð, sem barn gat ég horft á hvað sem er út í hið eilífa). hvað um það, nafn þessarar myndar er sótt í ljóðið eloisa to abelard eftir alexander pope (1688-1744):

   . . .
   how happy is the blameless vestal's lot!
   the world forgetting, by the world forgot.
   eternal sunshine of the spotless mind!
   each pray'r accepted, and each wish resign'd.
   . . .

nafn þessarar myndar eitt og sér afar góð vísbending um hversu vel saga hennar er útfærð: fyrir utan það eitt að vera flott og framandi nafn, þá ber það öllu dýpri vísun í sögu abelards og heloísu, sem er endursögð á afar frumlegan hátt í sögu myndarinnar (eflaust eru ekki allir sammála mér um það). það er mín skoðun að hér sé á ferðinni allra besta kvikmyndahandrit síðustu ára. sagan er hlaðin vísunum hingað og þangað sem allar eru hver annarri meira viðeigandi. til að mynda ryður ein persónan (mary, leikin af kirsten dunst) út úr sér einum af málsháttum nietzsche, sem verður á endanum að meginspurningu myndarinnar:

   blessed are the forgetful
      for they get the best of even their blunders.

   allavega, ef þú, kæri lesandi, vilt kynna þér allra magnaðasta kvikmyndahandrit síðustu ára, sem er jafnframt útfært á afar vandaðan og heillandi hátt, þá er þessi mynd myndin. þetta er í öllu falli ein af mínum uppáhlöldum.

mynd vikunnar, xiv

sunnudagur, 18. desember


þetta er st. andrews úr fjarska. fjarskafagurt þorp.

pms: tónlist

laugardagur, 17. desember

clap your hands say yeah með clap your hands say yeah (2005)
vúhú, hérna er á ferðinni hvorki meira né minna en möguleg plata ársins! ég veit ekki alveg hvernig er besta að lýsa þessu bandi, kannski sem velheppnaðri blöndu tom waits, david byrne og bowie, og joy division, en afurðin er í öllu falli hriklalega góð. til þess að setja þetta í betra samhengi við samtímann, þá minna þeir mig ögn á arcade fire, neutral milk hotel, yo la tengo og broken social scene. með þeim fyrirvara að enn er eitthvað af tónlist ársins sem ég hef ekki enn heyrt, þá staðhæfi ég hiklaust að hér sé athyglisverðasta plata ársins á ferðinni.

pms: kvikmynd

föstudagur, 16. desember

viskningar och rop í leikstjórn ingmars bergmans (1972)
þessi mynd er í algjörum sérflokki. ég staðhæfi hiklaust að hér sé glöggt dæmi um að kvikmyndin sé fær um að vera listform. vel af sér vikið ingmar bergman!

mynd vikunnar, xiii

fimmtudagur, 15. desember


þessi mynd er tekin í fjörunni í st. andrews þar sem dagur mætir nótt.

pms: tónlist

miðvikudagur, 14. desember

hjálmar eftir hjálmar (2005)
um daginn fékk ég kærkomna heimsókn frá íslandi. gestir mínir voru svo elskulegir að færa mér íslenska tónlist og lýsi sem var ekki síður kærkomið. kann ég þeim hinar allra bestu þakkir fyrir. en allavega, tónlistin var platan hjálmar með hjálmum.

   ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei verið sérlega hrifinn af reggí-tónlist (eftir dvöl mína hérna er ekki óskynsamlegt að draga þá ályktun að ég sé orðinn sjóaður í notkun breskra undiryrðinga (þ.e. understatements)). ég veit að þetta er ögn eins og að segja að maður sé ekki hrifinn af kettlingum, kópum eða hvolpum, en svona er bara smekkur manna misjafn. hvað um það, þessi plata kom mér mjög skemmtilega á óvart. ég er alveg tilbúinn að viðurkenna að mér finnst hjálmar svolítið skemmtilegir strákar.

pms: kvikmynd

þriðjudagur, 13. desember

constant gardener í leikstjórn fernando meirelles (2005)
um daginn fór ég aftur í bíó. einhverjum tókst að ljúga mig uppfullan með þeirri staðleysu að constant gardener geymdi bæði hrikalega flókna og heimspekilega sögu. það hljómaði ögn spennandi, þannig ég lét slag standa . . . en ég var gabbaður. það eina sem var flókið við þessa mynd er nafnið, og það er ekki sérlega flókið. og ef það var eitthvað sérlega heimspekilegt við þessa mynd þá fór það fram hjá mér. ég er hættur að taka mark á fólki.

en allavega myndin var samt alls ekki slæm. og eiginlega gott betur, hún var í öllu falli langt yfir meðallagi. og ef þú, lesandi góður, ert ljósmyndanörd eins og undirritaður, þá er myndatakn það allra besta við myndina. hún var eiginlega svo góð að allt annað féll í skuggann.

mynd vikunnar, xii

miðvikudagur, 7. desember


rústir enn og aftur. skotarnir myndu samt kalla þetta ,,from a funny angle.''

pms: kvikmynd

mánudagur, 5. desember

le procès í leikstjórn orson welles (1962)
svona er ég fáfróður: þar til fyrir rúmri viku þá vissi ég ekki að til væri kvikmyndagerð the trial eftir franz kafka. og ekki bara einhver kvikmyndagerð, heldur kvikmyndagerð eftir sjálfan orson welles, sem er, eftir að hafa séð citizen kane um daginn, orðinn einn af mínum uppáhalds leikstjórum (stundum þarf bara ekki meira til).

   the trial eftir kafka (sem er sögubók, fyrir þá sem ekki vita) skipar afar sérstakan sess fyrir undirrituðum. þess vegna var ég hrikalega forvitinn að sjá hvernig kvikmyndagerð sögunnar væri útfærð. það er skemmst frá því að segja að myndin var ofboðslega góð. auðvitað, ekki frekar en sagan, ekki skemmtileg í viðtekinni merkingu þess orðs, en vel heppnuð á allan hátt. jei fyrir stuðboltunum franz kafka og orson welles.

mynd vikunnar, xi

fimmtudagur, 1. desember

sökum örlætis míns þá eru myndir vikunnar nokkrar að þessu sinni. þar sem blogger-inn þjappar allar myndir niður í atóm við það að setja þær á þessa síðu (sem fer hrikalega illa með ljósmyndir, til að mynda þannig að allir litir dofna talsvert: sjáið til dæmis bara muninn á myndinni hér að neðan), þá setti ég þær á ljósmyndasíðuna mína.

   engu að síður ætla ég auðvitað að halda áfram að birta ljósmynd vikunnar; hér er ljósmynd þessarar viku . . . .


þessi mynd er frá raasay.